144. löggjafarþing — 90. fundur,  16. apr. 2015.

stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl.

691. mál
[15:53]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég sé engum ofsjónum yfir því sem sjávarútvegsfyrirtækin velta. Ég vildi hins vegar að hluti af veltunni færi meira á milli þeirra og ríkisins heldur en á milli þeirra, rétt si svona. Það er bara það. Ég er alveg sammála því að auðvitað greiða þessi fyrirtæki til samfélagsins. Mér finnst þau einfaldlega ekki greiða nóg, vegna þess að þau hafa efni á því að greiða meira. Ég tel að til þess að halda uppi því þjóðfélagi sem við viljum halda uppi þurfum við að fá meira frá þessari atvinnugrein. Svoleiðis er það. Fólk er alltaf að tala um að (Forseti hringir.) það þurfi að lækka virðisaukaskatt á föt og á hitt og þetta. (Forseti hringir.) Af hverju hækkum við ekki launin í landinu? Þá mundi þetta bjargast.