144. löggjafarþing — 90. fundur,  16. apr. 2015.

veiðigjöld.

692. mál
[18:07]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Þetta kallar auðvitað á mikið utanumhald, sem þarf reyndar alltaf, hvort sem það eru núverandi lög með þeirri aðferðafræði sem þar er við útreikning á veiðigjöldum eða þetta. Skatturinn eða Hagstofan, þessir þrír aðilar og Fiskistofa vinna saman að því að halda utan um þessar upplýsingar og að því að á skattframtali verði reitur til að upplýsa um rekstur útgerðarinnar til þess að byggja þá þessa gjaldtöku á.

Ég vil benda á, af því að þetta er farið að líkjast skatti, að það er þekkt fyrirbæri að í lok árs fari menn út í miklar fjárfestingar til að þurfa ekki að borga eins mikinn skatt, sem þeir síðan losa sig við hinum megin við áramótin. Það eru ýmsir svona klækir (Forseti hringir.) sem ég held að menn verði duglegir við að þefa uppi og Íslendingar eru snillingar í því að komast hjá því að greiða skatt.