144. löggjafarþing — 91. fundur,  20. apr. 2015.

réttur samkynhneigðra karla til að gefa blóð.

[15:25]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Skemmst er frá því að segja að ég er mjög hlynntur því að þetta sé gert og heimilað. Þetta er hins vegar þannig vaxið mál að það er starfandi ráðgjafarnefnd um blóðbankaþjónustu sem hefur fengið fyrirspurn frá ráðuneytinu um breytingar á þeim reglum sem unnið er eftir. Þó að einstaklingur sem gegnir ráðherraembætti geti verið hlynntur því er eðlilegt og sjálfsagt og í öllum reglum gefið að leita faglegra sjónarmiða og ráðgjafar varðandi breytingar á því fyrirkomulagi sem þarna er tíðkað. Eftir því bíð ég.