144. löggjafarþing — 91. fundur,  20. apr. 2015.

verkföll í heilbrigðiskerfinu.

[15:34]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Vissulega eru full not fyrir meiri fjármuni inn í Landspítalann. Ég vil þó nefna það við þessa umræðu að það er heilbrigðisþjónusta líka um allt land annars staðar en á Landspítalanum en það ber oft svo rosalega mikið á þessari stóru, mikilvægu stofnun í allri umræðu um heilbrigðismál. Ég fullyrði til dæmis að ég geti fundið heilbrigðisumdæmi þar sem heilsugæsla stendur mjög höllum fæti og áhersluna á þann þátt hefur mér oft þótt skorta í umræðum um heilbrigðiskerfið sjálft.

Ég lýsi því yfir fullum vilja til þess að vinna að því að styrkja fjármögnun í heilbrigðiskerfinu. Eins og ég sagði áðan munu áherslur mínar við komandi fjárlagagerð beinast að heilsugæslunni og öldrunarþættinum áður en við komum inn í (Forseti hringir.) spítalaþjónustuna.