144. löggjafarþing — 91. fundur,  20. apr. 2015.

vitnað í orðaskipti á lokuðum nefndarfundi.

[15:36]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég tel þetta algjörlega óeðlilega athugasemd og það sem ég vitna hér til er nú bara það sem heitir á ensku „common sense“. Það liggur ljóst fyrir, það er verið að lýsa ástandi sem við öll getum sagt okkur hvernig er. Það er með engu móti verið að brjóta trúnað við landlækni, enda væri furðulegt ef maður eða einstaklingur í þeirri stöðu liti á það sem brot á trúnaði við sig að aðstæðum almenns eðlis væri lýst. Ég hafna því að ég hafi með nokkru móti brotið trúnað hér við þann ágæta mann sem landlæknir er.