144. löggjafarþing — 91. fundur,  20. apr. 2015.

framkvæmd upplýsingalaga og upplýsingastefnu.

532. mál
[15:57]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Það sem hefur verið að gerast í löndunum í kringum okkur, í Bretlandi og víðs vegar annars staðar, er að aukið aðgengi að upplýsingum er einmitt orðið trend. Það er ekki skrýtið. Við erum í miðri upplýsingabyltingu þar sem fólk hefur aðgang að upplýsingum og því finnst bara eðlilegt að hafa aðgang að þeim. Það að hafa ekki aðgang að upplýsingum frá hinu opinbera sem fer með skattfé almennings er nokkuð sem fólk skilur hreinlega ekki nema þá bara þannig að verið sé að fela spillingu. Hvers vegna fáum við ekki þennan aðgang? Nú er Reykjavíkurborg að vinna að þessu og Halldór Auðar Svansson hefur forgöngu í því máli, fulltrúi Pírata í borgarstjórn. Hann er bjartsýnn á að við náum því fram á þessu ári að bókhald borgarinnar verði opnað. Hvað finnst hæstv. forsætisráðherra um að farið verði í slíka (Forseti hringir.) vinnu? Eða er byrjað á slíkri vinnu eða ætti að fara í slíka vinnu þegar kemur að bókhaldi hins opinbera, þ.e. ríkisins?