144. löggjafarþing — 91. fundur,  20. apr. 2015.

kútter Sigurfari.

549. mál
[16:12]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F):

Hæstv. forseti. Undanfarin mörg ár hafa viðræður staðið um varðveislu kúttersins eða uppbyggingu hans. Þekkir sá hv. þingmaður er hér stendur töluvert til þess eftir sveitarstjórnarstörf í menningarmálanefnd á Akranesi undanfarin ár. Því sjónarmiði hefur verið haldi á lofti hjá Skagamönnum og öðrum að það geti ekki verið eingöngu hlutverk bæjaryfirvalda þar að standa að endurbyggingu kúttersins þar sem um er að ræða þjóðargersemi, síðasta þilskip okkar Íslendinga. Ég fagna því sem hæstv. forsætisráðherra segir og að hann sýnir málinu mikinn áhuga. Ég vona að samningar takist svo hægt verði að byggja kútterinn upp að nýju annaðhvort í heild sinni eða að hluta eftir einhverjar ákveðnar viðræður.