144. löggjafarþing — 93. fundur,  21. apr. 2015.

verndarsvæði í byggð.

629. mál
[17:57]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur fyrir áhugaverða umfjöllun. Ég deili mjög með henni áhuga á því að nálgast betur en okkur hefur tekist í gegnum tíðina samráð við almenning, hvort sem það er um minjavernd, verndarsvæði eða náttúruvernd. Ég veit að hv. þingmaður þekkir náttúruverndarlögin vel, bæði eldri lög og þau sem gildistökunni var frestað á, og velti því ég fyrir mér hver sé að mati þingmannsins meginmunurinn á heimildum ráðherra í fyrirliggjandi frumvarpi um verndarsvæði í byggð og heimildum ráðherra til að friðlýsa landsvæði samkvæmt náttúruverndarlögum, og ef út í það er farið lögum um menningarminjar. Eru heimildirnar verulegar annars eðlis í þessu frumvarp? Getur hv. þingmaður í fljótu bragði áttað sig á meginmuninum á samspili náttúruverndarlaga og skipulagslaga annars vegar og hins vegar á samspili þessa frumvarps við skipulagslögin?