144. löggjafarþing — 93. fundur,  21. apr. 2015.

þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland.

695. mál
[20:54]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég tel að okkur sé betur borgið utan NATO og ég hef ekki áhyggjur af því að ef við segjum okkur úr NATO að Rússar verði hér mættir og hertaki landið. Ég sé miklu fleiri ógnir felast í því að vera meðlimir í hernaðarbandalagi sem hefur löngum verið árásargjarnt og áskilur sér rétt til beitingar kjarnorkuvopna að fyrra bragði. Ég held að öryggi okkar sem smáþjóðar á hjara veraldar sé langbest borgið með því að vera herlaus þjóð sem ekki tilheyrir neinu hernaðarbandalagi og að það sé langlíklegast til þess að við getum staðið sjálfstæð og lagt okkar af mörkum til þess að stuðla að friði og afvopnun í heiminum, því að ég held að það sé svo sannarlega það sem heimurinn þurfi á að halda núna.