144. löggjafarþing — 94. fundur,  22. apr. 2015.

aðkoma ríkisstjórnar að kjarasamningum.

[15:25]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg):

Forseti. Þá er það staðfest að forsætisráðherra er ósammála fjármála- og efnahagsráðherra og er það ekki í fyrsta sinn eins og við sjáum í málum um verðtrygginguna. En af því að hæstv. forsætisráðherra talar um að ríkisstjórnin sé það vel undirbúin að hún sé núna að fara í viðræður við launafólk — já, það gerist eftir nokkurra vikna verkföll og fundi með ríkinu sem viðsemjanda við launafólk þar sem ekkert hefur komið fram frá ríkinu sem viðsemjanda. Og yfir því hefur verið kvartað af hálfu stéttarfélaga launafólks.