144. löggjafarþing — 94. fundur,  22. apr. 2015.

verndarsvæði í byggð.

629. mál
[16:45]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við í umhverfis- og samgöngunefnd þökkum að sjálfsögðu það traust sem okkur er sýnt hér. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem við greiðum atkvæði um svona mál. Það hafa verið tillögur, ekki bara frá stjórnarandstöðunni heldur líka þingmönnum í meiri hlutanum og ráðherrum, um að mál fari til umhverfis- og samgöngunefndar. Hins vegar stöndum við frammi fyrir því að hér gilda þingsköp og jafnvel þó að augljóslega skarist margur málaflokkurinn kveða þingsköp frekar skýrt á um þetta. Ég get ekki séð betur en að þetta mál eigi heima í allsherjar- og menntamálanefnd og ég held að því sé mjög vel fyrir komið þar og veit að sú nefnd mun fara vel og ítarlega yfir þetta góða mál sem kemur frá forsætisráðherra.