144. löggjafarþing — 94. fundur,  22. apr. 2015.

verndarsvæði í byggð.

629. mál
[16:46]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við í allsherjar- og menntamálanefnd erum að sjálfsögðu tilbúin að vinna með þetta frumvarp sem fellur undir þá málaflokka sem nefndinni er ætlað að fjalla um, minjavernd og verndarsvæði. Vissulega er þarna skörun við málefni sveitarfélaga eins og í mörgum öðrum málum sem nefndin fjallar um, svo sem öllum málum sem snúa að starfsemi grunnskóla og tónlistarskóla, svo dæmi séu nefnd.