144. löggjafarþing — 94. fundur,  22. apr. 2015.

verndarsvæði í byggð.

629. mál
[16:50]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta frumvarp fjallar um það að taka á veigamiklum þætti sem er núna í skipulagslögum og heitir hverfisvernd og er þar í ákveðinni umgjörð skipulagslaganna, háð grenndarkynningu og ýmissi faglegri aðkomu og aðkomu almennings að ýmsu leyti. Það heyrir líka undir sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaganna að ákveða hverfisverndina.

Hér á í sérstöku frumvarpi að taka ákveðinn þátt úr skipulagslögunum og setja undir ákvörðunarvald ráðherra, setja hann bara undir geðþótta hans. Það mætti jafnvel halda því fram að þessi fyrirætlun varðaði við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd en hins vegar er alveg kristaltært að málaflokkurinn, skipulagslög og það hvernig hlutir eru ákveðnir í sveitarfélögum, (Forseti hringir.) yfirleitt á grunni skipulagslaga, hverfisvernd og annað, á heima í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er einhvern veginn svo augljóst.