144. löggjafarþing — 94. fundur,  22. apr. 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[19:10]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég er sammála, það er brýnt að setja þetta í forgang. Það sem ég hef áhyggjur af er að mig vantar að sjá þetta einhvern veginn heildrænt. Það sem mér finnst svo ofboðslega erfitt við að vinna á þessum vinnustað er að það er stundum svo erfitt að fá hvata til að vinna saman að stórum og mikilvægum málum. Það er bara of lítil aðkoma og of lítil hefð fyrir samvinnu um stóra og mikla þætti sem þarf að laga hérna. Það er kannski það sem hefur valdið mér mestum vonbrigðum eftir að ég kom inn á þing.

Ég er ekki búin að lesa þetta allt en ég hef til dæmis áhyggjur af því að leiðréttingin étist upp út af verðbólgu sem kemur af því að við erum í miklum kjaradeilum núna. Ég hef ekki séð neinar tillögur frá ríkisstjórninni. Það hefur verið hefð fyrir því að komið sé til móts við þá sem eru í deilum. (Forseti hringir.) Mig langar að heyra hvort þingmaðurinn hefur einhverjar hugmyndir um hvernig við getum glímt við þessi risastóru vandamál sem við erum að glíma við akkúrat í dag. Sér hann eitthvað í þessum tillögum um það?