144. löggjafarþing — 95. fundur,  27. apr. 2015.

siðareglur ráðherra og túlkun þeirra.

[15:14]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Fram kom í svari hæstv. ráðherra að farið hafi verið sérstaklega yfir siðareglurnar frá 2011 með núverandi ríkisstjórn. Þess vegna spyr ég sérstaklega í ljósi stöðu og tíðinda dagsins: Var þá sérstaklega farið yfir reglur um hagsmunaskráningu ráðherra, því að svo virðist sem veruleg vanhöld hafi verið á hagsmunaskráningu ráðherra? Síðan vil ég árétta spurningu mína varðandi nefnd um siðferðileg viðmið: Telur ráðherrann ekki fulla ástæðu til að endurmeta afstöðu sína til slíkrar nefndar þar sem siðferðileg vandkvæði virðast koma upp ítrekað í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar?