144. löggjafarþing — 95. fundur,  27. apr. 2015.

þjónustusamningur við Samtökin ´78.

711. mál
[16:06]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessari umræðu og ætla ekki að eyða tíma í að útskýra að það sé mikilvægt að Samtökin ´78 fái áfram fé og hafi einhvern fyrirsjáanleika í sínu starfi, það segir sig nokkuð sjálft.

Það eru ýmsir þjónustusamningar í gangi og þegar maður skoðar fjárlögin, undirliðina og þetta er rosalega mikið hipsumhaps hver komst inn einhvern tíma á réttum tímapunkti. Einhver samtök eru á fjárlögum og allir vilja komast á fjárlög af því að það á að vera eitthvað öruggara. Við erum að fara að samþykkja lög um opinber fjármál sem gera ráð fyrir plani fram í tímann, fimm ára plani í það minnsta, og það þýðir að öll ráðuneytin eiga að plana fram í tímann. Mér finnst einboðið að ráðuneytið verði að gera þjónustusamninga við þau félagasamtök og aðila sem þau veita fé. Til þess erum við að samþykkja þessi lög, til að hafa einhvern fyrirsjáanleika og til að geta stýrt því betur hvernig við förum með peninga.

Ég hef unnið hjá einum félagasamtökum og hverri krónu sem fer í félagasamtök (Forseti hringir.) er vel varið þannig að ég mundi styrkja félagasamtök (Forseti hringir.) eins og ég gæti ef ég væri ráðherra.