144. löggjafarþing — 96. fundur,  27. apr. 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[17:58]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að vitna hér í áætlunina. Þar stendur, með leyfi forseta:

„Traust og tiltrú á tökum stjórnvalda á stjórn ríkisfjármála hefur mikla þýðingu fyrir fjármögnunarkostnað ríkisins en það hefur aftur mikil áhrif á vaxtakjör sveitarfélaga og atvinnulífsins í heild. Miklir fjárhagslegir hagsmunir tengjast því að viðhalda og efla traust á ríkisfjármálastefnunni.“

Ég er algjörlega sammála þessu, sem fram kemur í ríkisfjármálaáætluninni. En ég vil spyrja hv. þingmann hvort hún sé ekki sammála mér í því að það að leggja til að 30% hluturinn í Landsbankanum verði seldur til þess að greiða niður skuldir, og taka það einmitt fram að það sé eitt brýnasta verkefnið í ríkisfjármálaáætluninni að greiða niður skuldir, en síðan er hinn stjórnarflokkurinn, sem ber uppi þessa hæstv. ríkisstjórn, ósammála þessari leið, ég spyr hvort hún telji ekki að þetta rýri traust á ríkisfjármálastefnu hæstv. ríkisstjórnar?