144. löggjafarþing — 96. fundur,  27. apr. 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[19:34]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Við vitum það vel að stefna ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum er fyrst og fremst stóriðjustefna. Hún mætir nú ekkert sérstaklega vel því fólki sem hefur farið í háskóla og menntað sig á ýmsum sviðum, líka á félagsvísindasviðum, ekki bara í verkfræði og því sem að því lýtur. Það er ekkert hlúð að þeim mannauði sem í raun og veru þjóðfélagið hefur stutt við með háskólamenntuninni, með stuðningi samfélagsins, til að nýta þann mikla mannauð sem er til í landinu. Það er sorglegt að atvinnuleysi háskólamenntaðs fólks sé að aukast svo mikið og umhugsunarefni fyrir ríkisstjórnina. Hvar eru hennar áherslur í atvinnumálum? Mér finnst þær vera kolrangar og (Forseti hringir.) eiga enga framtíð fyrir sér og ekki er eftirspurn hjá ungu fólki eftir þeirri atvinnuuppbyggingu sem hér fer fram.