144. löggjafarþing — 96. fundur,  27. apr. 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[19:41]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það sem ég dreg frá svari hv. þingmanns, sem ég þakka fyrir, er að jöfnuður er eftirsóknarvert markmið. Þar erum við hjartanlega sammála. Það er vel að samningarnir fyrir rösku ári hafi skilað 5,3% auknum kaupmætti og má hrósa aðilum fyrir þá samninga. Þegar við ræðum um jöfnuð þá verðum við auðvitað að skipta kökunni jafnar. Það þýðir að við þurfum að hækka lægstu laun. En það sem við stöndum frammi fyrir, ef við ætlum að horfa á stöðugleikann á móti, er spurningin um hvernig við náum því markmiði að auka jöfnuð, hækka lægstu launin — við skulum bara halda okkur við þessi 300 þúsund. Hvernig sér hv. þingmaður fyrir sér að við náum því markmiði án þess að hækkanir gangi upp launastigann og við fórnum auknum kaupmætti í staðinn?