144. löggjafarþing — 97. fundur,  28. apr. 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[14:18]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Við erum hér að ræða yfirgripsmikið mál, hvorki meira né minna en langtímaáætlun ríkissjóðs í fjármálum, og mér virðist stóll fjármála- og efnahagsráðherra, flutningsmanns málsins, vera auður. Ég spyr hæstv. forseta hvort það sé ekki alveg á hreinu að fjármálaráðherra sé í húsinu að hlýða á umræðuna og tilbúinn að bregðast við þeim fyrirspurnum sem fram hafa verið settar og ljúka umræðunni með ræðu af sinni hálfu í dag.