144. löggjafarþing — 97. fundur,  28. apr. 2015.

húsaleigulög.

696. mál
[16:22]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni fyrir góð ráð, og jafnvel að maður nýti þau einhvern daginn. Hann spurði um tilfinningar. Já, gleðin yrði mikil ef við sæjum þessi frumvörp koma hingað inn í þingið á allra næstu dögum. (KLM: En ef þau koma ekki?) Ég vona virkilega að þessi frumvörp komi fram því að þetta skiptir fólk, og þá sem eru á leigumarkaði, (ÖS: Hvað ætlarðu að gera ef þau koma ekki?) virkilega miklu máli.