144. löggjafarþing — 97. fundur,  28. apr. 2015.

húsnæðissamvinnufélög.

697. mál
[18:46]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og fram kom í orðum mínum áðan náði skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar ekki til lögaðila, húsnæðissamvinnufélög flokkast undir slík félög. Þessi umræða var tekin í kringum — það hefði nú verið ágætt ef hv. þm. Helgi Hjörvar hefði verið hér í salnum til að hlusta á það sem ég er að segja, en hann fór.

Já, ég ætla bara að endurtaka orð mín, við tókum sem sagt þessa umræðu í umræðunni um skuldaaðgerðirnar en við vonum svo sannarlega að frumvörp um húsnæðisbætur og stofnstyrki komi sem fyrst inn í þingið þeim einstaklingum til hagsbóta er þau varða.