144. löggjafarþing — 98. fundur,  29. apr. 2015.

þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

703. mál
[15:57]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Já, ég tek aftur undir með hv. þingmanni.

Varðandi miðhálendið tel ég að ekki sé mikill ágreiningur um það meðal stjórnmálamanna eða þjóðarinnar almennt hversu mikilvægt það er að standa vörð um það eins og nokkur kostur er. Auðvitað mun það alltaf setja eitthvert mark sitt á náttúruna ef maðurinn nálgast hana og fer þar um til að geta notið náttúrunnar eða nýtt á ýmsan hátt. En ég tel að ekki sé mikill pólitískur ágreiningur um mikilvægi ósnortinna íslenskra víðerna og mikilvægi þess að standa vörð um þau eins og kostur er.