144. löggjafarþing — 99. fundur,  30. apr. 2015.

sjávarútvegsmál.

[10:39]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þingmanni að eitt stærsta viðfangsefni okkar er nákvæmlega með hvaða hætti við förum með auðlindir okkar og hver er eðlilegur hlutur eigandans, þjóðarinnar, í þeim hlut.

Ég velti hins vegar fyrir mér af hverju menn vilja taka einn fiskstofn út fyrir sviga og segja að það verði að bíða með hann, bíða með að setja hann inn í kerfi, sem er viðurkennt um allan heim að er eitt það allra þjóðhagslega hagkvæmasta kerfi sem við eigum og skapar þennan öfluga sjávarútveg. Ég er á þeirri skoðun að þau sex ár sem sett eru í frumvarpinu sem kemur hér fram, byggt á stjórnarsáttmálanum um hvernig við förum með fiskveiðiauðlindina, og áliti umboðsmanns Alþingis, séu lágmarkstími til að tryggja þann fyrirsjáanleika sem atvinnugreinin þarf á að halda til þess að geta fjárfest og haldið áfram að byggja upp þá þjóðhagslega hagkvæmu atvinnugrein sem sjávarútvegurinn er, (Forseti hringir.) eina greinin á Íslandi sem er samkeppnisfær í framleiðni og arðsemi við aðrar atvinnugreinar heimsins.