144. löggjafarþing — 99. fundur,  30. apr. 2015.

höfundalög.

700. mál
[12:24]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Mig langar til að fá við því skýr svör hvort það sé ekki réttur skilningur hjá mér að það sé eingöngu verið að mæla fyrir þessum málum þannig að þau geti farið til umsagnar í sumar og síðan muni þau halda áfram í 2. umr. eftir ítarlega meðferð í nefnd. Þó að þetta sé á tiltölulega einföldu máli eru þetta mjög flókin mál. Það gerist eitthvað á hverju ári sem gjörbreytir í raun miðlun afþreyingar og menningar og þess vegna langaði mig bæði að fá svar við þessu sem og hvort það hafi verið tekið tillit til nýmiðla eins Spotify og Netflix o.s.frv. í þessum frumvörpum varðandi höfundarétt.