144. löggjafarþing — 99. fundur,  30. apr. 2015.

höfundalög.

700. mál
[12:44]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Í fyrsta lagi, þegar þessi beiðni var borin upp voru flestir þingmenn, ef ekki allir nema einn, í matsal til þess að geta tekið þátt í þessum umræðum og hlupu hér inn og þá var bara búið að taka þessa ákvörðun. Þetta var aldrei rætt á þingflokksformannafundi. Það er eðlilegur vettvangur til að bera upp svona ósk og samkvæmt því sem kom fram hjá hæstv. menntamálaráðherra taldi hann að þetta hefði verið borið upp á þingflokksformannafundi.

Ég tel að forseti hafi hlunnfarið þingmenn um tjáningarfrelsi hér í dag um svo mikilvæg mál að ég á eiginlega ekki til orð yfir svona vinnubrögðum. Það er ekki bara eitt heldur allt að á þessum vinnustað.