144. löggjafarþing — 99. fundur,  30. apr. 2015.

höfundalög.

700. mál
[12:45]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þær athugasemdir sem hér hafa komið fram. Það hefur verið góð samstaða um fyrirkomulag dagskrár í dag við forseta í samráði við þingflokksformenn, en hvað þessa tillögu forseta varðar var ekkert samráð haft. Ég vil leyfa mér að trúa að það hafi verið yfirsjón af hálfu hæstv. forseta. Þingsalurinn var nánast tómur og enginn þingflokksformaður inni þegar forseti lýsti eftir andmælum sem bárust ekki. Ég tel einsýnt að í hádegisverðarhléi verðum við að setjast yfir það með hvaða hætti verði hægt að stýra þessu til betri vegar þannig að það verði gefið nægilegt og eðlilegt rými fyrir þá umræðu sem þessi þrjú mál gefa tilefni til.