144. löggjafarþing — 99. fundur,  30. apr. 2015.

höfundalög.

700. mál
[12:49]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það hefur náðst ágætissamkomulag á milli hæstv. forseta og þingflokksformanna um þá viðurhlutamiklu dagskrá sem liggur fyrir þessum degi. Ég held að menn séu allir sammála um að reyna að ljúka henni en það að taka þessi mál í einu slengi, eins og ég nefndi áðan, er svolítið stílbrot. Það er ekki í samræmi við það sem rætt var um og ætti ekki að verða til þess að tefja þessi mál á nokkurn hátt. Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi færi á því að ræða þau hvert í sínu lagi og ég mun taka þetta upp við forseta við tækifæri á göngum þingsins. Mér finnst mjög mikilvægt að þetta sé leiðrétt og menn hafi færi á að fjalla um þessi mál hvert í sínu lagi.