144. löggjafarþing — 99. fundur,  30. apr. 2015.

höfundalög.

700. mál
[15:48]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Þá svona rétt að lokum langar mig að spyrja ráðherra hvort hann sé ekki sammála því að ef verið er að skapa einhverja nýja víglínu eða styrkja stöðu í gegnum einhver samtök fyrir listamenn, tónlistarmenn, til þess að hafa sterkari samningsstöðu gagnvart veitum eins og Spotify o.s.frv., hvort við verðum þá ekki að gera það þannig úr garði að ekki sé verið að skerða samningsfrelsi og félagafrelsi og atvinnufrelsi listamanna, að ekki sé verið að læsa þá inni í einhvers konar lögbundinni stofnun sem síðan geti haft áhrif á það hvernig listamenn stunda atvinnu sína og fara með verk sín o.s.frv.