144. löggjafarþing — 100. fundur,  4. maí 2015.

úthlutun makríls.

[15:22]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Það er reyndar ég sem er í hlutverki fyrirspyrjanda en ekki hæstv. ráðherra þannig að ég ætla að fá að sjá um spurningarnar.

Hæstv. ráðherra hefur orðið tíðrætt um álit umboðsmanns Alþingis. Það er ágætisálit en það er ekki dómstóll, það er alveg á hreinu. Ef ráðherra telur það vera eitthvað órætt hvort auðlindin sé í eigu þjóðarinnar ætti ráðherrann að láta reyna á það fyrir dómstólum. Ég held að það væri farsælast. Hingað til hefur ekkert mál fallið. Ráðherrar hafa í gegnum tíðina tekið hlutdeildir í byggðakvóta og í alls konar vafstur og hingað til hefur ekkert mál fallið þannig, ekki einu sinni verið háð, að ríkið hafi ekki mátt gera við þann kvóta eins og því sýndist. Það er bara þannig. Þannig að ég skil ekki af hverju hæstv. ráðherra er eitthvað ragur við þetta. (Forseti hringir.) Ég hvet hann áfram í því. Og ég spyr aftur út af því að hann svaraði ekki spurningu minni: Hefur hann ekki skoðað það að færa (Forseti hringir.) einhvern hluta af árinu í uppboðsfyrirkomulag?