144. löggjafarþing — 100. fundur,  4. maí 2015.

aðgangur landsmanna að háhraðatengingu.

[15:30]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S):

Hæstv. forseti. Þingsalurinn er vettvangur þingmanna til að koma sínum skoðunum á framfæri og það var gert hérna í sérstakri umræðu um daginn og það er verið að gera það í umhverfis- og samgöngunefnd. Ef ég skil þetta mál rétt er það enn til umfjöllunar. Því er ekki lokið í nefndinni eftir því sem mér skilst. Eins og ég segi stjórnar hv. þm. Höskuldur Þórhallsson skútunni þar og hann er betur til þess fallinn að útskýra vinnulagið í umhverfis- og samgöngunefnd, ég hef bara ekki hugmynd um hvernig það er.

Ég ítreka það sem ég sagði áðan, það skiptir máli að við ræðum þessi netmál í heild sinni og rödd pírata er svo sannarlega mjög kröftug þar, það er ekki nokkur vafi á því og það vitum við hér sem störfum í þessum sal.

Aðalatriði í málinu er að við þurfum að koma okkur áfram í þessari grunnþjónustu. Það verkefni sem blasir við mér í þessum stóli sem ég sit í núna er að koma því verki áfram en umræðunni um þessi netmál lýkur aldrei.