144. löggjafarþing — 101. fundur,  4. maí 2015.

um fundarstjórn.

[17:27]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Við þekkjum auðvitað þennan hæstv. forsætisráðherra, sem verið hefur um skamma hríð, að því að sýna hér ítrekað ótrúlega óvirðingu gagnvart samstarfsfólki sínu í þinginu og fyrir það að skorast undan því mánuðum og missirum saman að ræða við þingmenn efni sem þeir óska eftir að fá að ræða við hæstv. forsætisráðherra og er auðvitað bara sjálfsagt að verða við. Nú þegar forsætisráðherrann fæst til þess að koma og svara fyrirspurn getur hann ekki einu sinni séð sóma sinn í því að ljúka umræðunni og hlusta á síðara innleggið frá þeim sem spyr hann sem vill til að er líka formaður í stjórnmálaflokki. Um langt árabil hefur það nú talist siðvenja hér að formenn stjórnmálaflokka sýndu hver öðrum virðingu í samskiptum í þinginu.

Það er óhjákvæmilegt en að forsætisnefnd (Forseti hringir.) … þessa lítilsvirðingu gagnvart þinginu og samstarfsmönnum sínum á Alþingi sem forsætisráðherra sýnir æ ofan í æ.