144. löggjafarþing — 101. fundur,  4. maí 2015.

um fundarstjórn.

[17:29]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Ég tek undir með hv. þingmönnum Helga Hjörvar og Svandísi Svavarsdóttur í þessum efnum. Mér finnst með ólíkindum að menn skuli ekki að minnsta kosti sýna þá virðingu hér í salnum að klára samtalið.

Sömuleiðis vil ég segja varðandi þá sérstöku umræðu sem fram fór áðan um kjaramálin þar sem einn hv. þingmaður missti gersamlega stjórn á skapi sínu hér í ræðustól og gargaði yfir þingheim og barði í pontuna þannig að maður hefur bara aldrei heyrt annað eins og hefur síðan ekki einu sinni þá sómatilfinningu til þess að klára umræðuna, að vera í salnum, yfirgefur bara salinn eftir einhver óhljóð og læti, það er ekki sæmandi að menn komi svona fram og láti síðan eins og það sé í lagi. Þetta er ekki í lagi. Þetta er bara langt frá því að vera í lagi.