144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

viðurlög við brotum á fjármálamarkaði o.fl.

622. mál
[15:56]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að þakka fyrir þessi svör. Að lokum langar mig til að inna hv. þingmann eftir viðhorfi hennar til þess sem ég vakti máls á hér fyrr við umræðuna þegar við fjölluðum um rétt til verndar uppljóstrurum. Er þingmaðurinn sammála mér hvað það snertir að þarna sé stutt skref yfir í skylduna til að upplýsa? Væru ákvæði í lögum til verndar uppljóstrurum líkleg til þess að kveikja í samfélaginu og vekja með mönnum vitundina um að þeim bæri skylda til að upplýsa um misferli yrðu þeir þess varir?