144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[18:20]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég treysti mér ekki til að svara öllum þeim spurningum sem hér voru bornar fram um hvernig sinna skuli stjórnarsamstarfi og einhverju slíku. Ég held að það sé alveg pláss í slíku samstarfi svo menn geti verið ósammála og vísað einhverjum málum til þings ef svo ber undir og treysti nefndum og þingum til þess að koma með betri lausnir. Það eru mörg frumvörp sem komið hafa í fullri sátt til nefnda og fengið miklar breytingar. Ég held að það geti líka átt við um frumvörp sem ekki ríkir mjög mikil sátt um. En það er einmitt hlutverk þingsins að finna þessar leiðir og ég vænti mikils af fjárlaganefnd í þessu máli.