144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[18:33]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er spurt hvort það sé til sóma að málið fái að komast á dagskrá. Ég held að það sé þá rétt að benda á að í þingflokknum var ekki lagst gegn því að það fengi þinglega meðferð, að það fengi að fara áfram. Það var áður en flokksþingið var haldið þannig að tímaröð sé til haga haldið og ekki hægt að taka ákvörðun út frá því fyrir fram. Þannig að þetta er röðin á málunum. Þetta skýrir vonandi hvernig þetta ber að.