144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[22:03]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Mér gafst því miður ekki tækifæri til að hlusta á ræðu hv. þm. Frosta Sigurjónssonar fyrr í dag, en talsvert hefur verið vitnað til hennar. Eitt af því sem hv. þingmaður nefndi — hún leiðréttir mig ef ég hef misskilið það eitthvað — að hann hefði nefnt að þingið þyrfti að koma hér að og laga eitt og annað í frumvarpi því sem hér er lagt fram. Mig langar til að spyrja þingmanninn hvort hún sé ekki sammála mér um það að þau eru orðin nokkuð mörg frumvörpin sem þingið á að laga, eru lögð hér fram en ekki virðist nein samstaða á milli ríkisstjórnarflokkanna. Og síðan koma ráðherrar, ég minnist þess að hæstv. húsnæðismálaráðherra hafi komið og sagt að fólk ætti bara að fara inn í lagagreinar í húsaleigufrumvarpinu og þar fram eftir götunum.

Er ekki svolítið illa farið með tíma okkar hér (Forseti hringir.) að koma með frumvörp svona inn, þeim er eiginlega hent í fangið á þinginu (Forseti hringir.) af því að þau eru ekki nógu vel unnin?