144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[22:10]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er líka umhugsunarefni að taka á meðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum úr sjálfstæðri stofnun, Bankasýslunni, og færa yfir í fjármálaráðuneytið beint undir fjármálaráðherra, en flokkarnir sem ætla að standa að því eru ekki tilbúnir til þess að setja af stað rannsókn á einkavæðingu bankanna. Við erum oft fljót að gleyma. Stundum er ágætt að vera ekki alltaf að burðast með þungar minningar með sér en ég velti fyrir mér: Telur þingmaðurinn að almenningur sé búinn að gleyma og beri það traust til stjórnvalda að honum finnist þetta gott fyrirkomulag eins og frumvarpið kveður á um?