144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[22:36]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka spurningar hv. þm. Willums Þórs Þórssonar, en ég er ekki viss um að ég þurfi að svara þeim. Ekki af því að ég vilji vera dónaleg við þingmanninn eða sniðganga spurningar hans. En nú er það svo að ég tel að við hv. þingmaður séum sammála um það að málum sé best fyrir komið áframhaldandi innan Bankasýslunnar. Og þó að hæstv. fjármálaráðherra sé með einhverja drauma um ráðgjafarnefnd þá sé það ekki okkar hlutverk að hjálpa honum að gera hana einhvern veginn úr garði ef við teljum bæði að rétta leiðin sé óbreytt ástand með Bankasýslu ríkisins.