144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[23:38]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Nú er það oft til þess fallið að greiða fyrir þingstörfum að svara því sem til manns er beint. Það hefur nú verið spurt um framhald fundarins af nokkrum þingmönnum og ég held að það hljóti að greiða fyrir störfum fundarins og dagskránni að öðru leyti að svara þeim tiltölulega einföldu spurningum sem fram hafa verið settar. Ég bara árétta það. Við höfum eins og fram hefur komið heimild til fundahalda til klukkan tólf og það væri eitthvað ankannalegt ef ræðumaður þyrfti að svara andsvörum við ræðu sinni hér á mánudaginn í næstu viku og ekki er venja til þess hér í þinghaldinu að haga því með þeim hætti. Þess vegna kemur þetta mér á óvart.