144. löggjafarþing — 102. fundur,  5. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[23:43]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Þessi umræða um fundarstjórn forseta hófst núna um klukkan hálf tólf og allir sem eldri eru en tvævetur gera sér grein fyrir því til hvers refarnir voru skornir í þeim efnum, það var til þess að koma í veg fyrir að hv. þm. Steinunn Þóra Árnadóttir ætti þess kost að taka til máls undir þessum dagskrárlið og það hefur tekist. Við skulum tala um þessa hluti eins og þeir eru og fyrir þá sem ekki þekkja vel til svona „trikka“ þá er rétt að upplýsa um þau.