144. löggjafarþing — 103. fundur,  11. maí 2015.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:01]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill tilkynna að borist hefur bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1210, um mannréttindamiðaða fjárlagagerð, frá Birgittu Jónsdóttur.

Forseta hefur einnig borist bréf frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1200, um ráðstafanir vegna riðuveiki í fé, frá Svandísi Svavarsdóttur.