144. löggjafarþing — 103. fundur,  11. maí 2015.

náttúrupassi.

[15:39]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegi forseti. Þetta mál snýst ekki um meinbægni mína. Eins og ég benti á áðan þá er það staðreynd málsins að ekki hafi náðst samstaða um eina einustu leið í þessu máli, sama hversu oft hv. þingmaður heldur því fram þá er það ekki rétt. Ég hvet hann aftur til að lesa umsagnirnar. (KLM: Atvinnuveganefnd gat ekki klárað málið.) Atvinnuveganefnd gat ekki tekið frumvarp um náttúrupassa og breytt því í frumvarp um komugjöld eða gistináttagjald vegna þess að það er á málasviði annarrar nefndar í fyrsta lagi, annars ráðherra og þess vegna er það þinglega séð ekki hægt.

Varðandi bílastæðagjöld, ef þingmaðurinn er mikill áhugamaður um þau, þá bendi ég honum á að þeir staðir sem um ræðir hafa fullar heimildir til að rukka fyrir bílastæði. (Forseti hringir.) Gjaldtökuheimild er í öllum þjóðgörðum landsins. Það eru hins vegar þjónustugjöld og verða væntanlega notuð til að þjónusta þessi bílastæði en ekki til að tryggja innviðauppbyggingu. (Forseti hringir.) Það er nokkuð sem þingmaðurinn verður að gera sér grein fyrir en varðandi ábyrgðina þá munum við að sjálfsögðu axla hana og tryggja innviðauppbygginguna. Það var … (Forseti hringir.)