144. löggjafarþing — 103. fundur,  11. maí 2015.

tollar og matvæli.

727. mál
[15:53]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina en á bágt með að skilja hæstv. ráðherra. Er það virkilega þannig að þegar dómstólar dæma ólögmæta dýrari leiðina fyrir neytendur þá sé ályktun hæstv. ráðherra sú að fella úr lögum ódýrari leiðina fyrir neytendur, þ.e. hlutkesti. Það er að minnsta kosti skrýtin lógík í mínum huga. Ég hlýt að spyrja hæstv. ráðherra: Eftir að héraðsdómurinn er fallinn, jafnvel þó að menn fari með málið upp í Hæstarétt, er ekki einboðið að sýna stjórnarskránni þá virðingu að notast við hlutkesti þar til Hæstiréttur hefur fellt sinn dóm?

Ég vil líka spyrja hversu langt er síðan hlutkesti hefur verið beitt og hvort því hafi ekki verið beitt í miklu minna mæli en uppboðsleiðinni.