144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

áherslumál ríkisstjórnarinnar.

[16:43]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ég kom á þing fyrir 20 árum, 1995. Á þeim tíma sem liðinn er hafa nokkur mál reynst þinginu erfið og mikil átakamál. Einna hæst ber deilurnar um Kárahnjúka. Það voru fundir um allt land, samstöðufundir með náttúrunni, og það voru einnig fundir hjá þeim sem voru á öndverðum meiði og miklar deilur. Um þetta var rætt vikum og mánuðum saman í þinginu. Það var eitt sem mönnum lærðist af þeirri umræðu, að við yrðum að breyta nálgun okkar til þessa erfiða verkefnis, við yrðum að stuðla að réttlátri skynsemisumræðu. Þá varð rammaáætlun til. Um hana eru ekki allir sáttir. Margir náttúruverndarsinnar sem eru ósáttir og margir (Forseti hringir.) á öndverðum meiði sem eru líka ósáttir. Þetta varð niðurstaðan.

Nú segi ég, (Forseti hringir.) hæstv. forseti: Þessi umræða hérna er ekki málþóf, hún er mjög alvarleg (Forseti hringir.) … varnaðarorð til ríkisstjórnarinnar.