144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

áherslumál ríkisstjórnarinnar.

[16:49]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég eiginlega botna ekkert í þessari umræðu vegna þess að (Gripið fram í.) í 3. gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun stendur, með leyfi forseta:

„Ráðherra leggur í samráði og samvinnu við þann ráðherra er fer með orkumál eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.“

Þetta gerði hæstv. umhverfisráðherra í haust. Verkefnið fór til atvinnuveganefndar. Atvinnuveganefnd tekur og breytir þeirri tillögu sem fram kemur. Í því er alveg ljóst að þar er alla vega eitt stórt ágreiningsefni sem er Hagavatnsvirkjun og hugsanlega önnur. En ég tel að um aðrar virkjanir væri hægt að ná sátt. Þess vegna skil ég ekki hvernig við tölum hér um að það sé farið gegn lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun vegna þess að það stendur í 3. gr. laganna (Forseti hringir.) að þannig skuli farið að á fjögurra ára fresti. (Gripið fram í: … Alþingi dæli inn breytingartillögum …)