144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[17:27]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er nákvæmlega mergurinn málsins að afnema þennan millilið, því að þetta er milliliður, og búa þess í stað til eins konar framlengingu á handlegg ráðherrans. Þetta er ekkert annað. Hann skipar sér ráðgjafarhóp án tilnefningar. Hann ákvarðar þóknun til handa þeim aðilum og honum er líka í sjálfsvald sett hvort hann hlustar á ráð þeirra eða fer að þeim. Þetta er bara eins og vinnuhópur starfandi innan veggja ráðuneytis. Það hreinlega gengur ekki.