144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[18:01]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Ég skil lögin þannig og held að það hafi verið þannig í framkvæmd að við slíkar aðstæður þarf að koma til atbeina viðeigandi fagnefnda í þinginu. Þá verður ráðherrann eða Bankasýslan, gott ef ekki bæði tvö, að gera þinginu viðvart með þeim hætti að það komi þá fram og það er síðan þingsins að taka ákvörðun um það.