144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[18:05]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vek athygli á því að hv. þingmaður svaraði engri spurningu. Hann var í síðustu ríkisstjórn, þeir settu Bankasýsluna á fót, sem átti að fara með eignarhluti. Fór hún með eignarhlutina? Bara þegar að það hentaði, bara þegar það hentaði. Og hv. þingmaður var í ríkisstjórninni. Segðu okkur frá því af hverju það var bara þegar það hentaði, segðu okkur frá því, hv. þingmaður. Þegar við sjáum í rannsóknarskýrslunni að það tapaðist 21 milljarður á SpKef, sem fór aldrei inn í Bankasýsluna, af því að ríkisstjórnin, sem hv. þingmaður sat í, ákvað bara að sleppa því.

Hv. þingmaður, ég kem í ræðu aftur, hafðu engar áhyggjur af því. En svaraðu spurningunni. Þetta er risamál. Þetta var í umræðu í þinginu, hjá þjóðinni. Hv. þingmaður skuldar okkur það að koma hér og útskýra af hverju menn settu stofnun af stað sem átti að halda utan um eignarhluti og sleppti því síðan að láta hana fara með það og fór ekki neitt eftir tillögum (Forseti hringir.) þeirrar stofnunar.

(Forseti (KLM): Forseti minnir hv. þingmann á að beina orðum sínum til forseta.)