144. löggjafarþing — 104. fundur,  11. maí 2015.

meðferð og sala eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

705. mál
[18:42]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég spurði hv. þingmann hvers vegna Bankasýslunni hefði ekki verið falið það verkefni (ÁPÁ: Að semja við kröfuhafana?) að semja við kröfuhafana. Hvers vegna armslengd, sem verið er að tala um, af hverju hún var ekki fjarlægð frá hinu pólitíska valdi í því tilviki og Bankasýslunni sem sett hafði verið á laggirnar falið að vinna það verk? Af hverju var verið að setja bankasýslu á laggirnar ef henni í því tilviki var ekki treystandi til að semja við kröfuhafana heldur þá stjórnmálamönnunum? Hvar var armslengdin í því verkefni? Mér þætti vænt um ef hv. þingmaður gæti að minnsta kosti velt upp sínum hugleiðingum af hverju það var ekki gert.

Síðan örstutt langar mig til að biðja hv. þingmann um að bera saman í því þegar (Forseti hringir.) Bankasýslan þarf að gera tillögur til fjármálaráðherra um hvort og hvenær eignarhlutir eru teknir til sölu og (Forseti hringir.) það sem fram kemur nú í því frumvarpi hér er til umræðu.